Þrenna í fyrri hálfleik gerði út um leikinn

Robert Lewandowski fór á kostum í dag.
Robert Lewandowski fór á kostum í dag. AFP/Jose Jordan

Barcelona gerði góða ferð til Alavá í Baska-héraði og sigraði þar Alaves með þremur mörkum gegn engu. Robert Lewandowski gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í fyrri hálfleik.

Fyrsta mark leiksins kom á 7. mínútu þegar Lewandowski skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Raphinha. Brasilíski kantmaðurinn lagði einnig upp annað mark Lewandowski á 22. mínútu. Það var síðan Eric Garcia sem átti stoðsendinguna í þriðja markinu á 32. mínútu.

Pólverjinn hefur nú skorað tíu mörk í átta deildarleikjum á tímabilinu.

Eftir leikinn er Barcelona á toppi deildarinnar með 24 stig eftir níu leiki en Alaves er í 12 sæti með 10 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert