Kaupir einkaeyju á 1,25 milljarða króna

Neymar Jr.
Neymar Jr. AFP/Miguel Schincariol

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er að ganga frá kaupum á veglegri einkaeyju í heimalandi sínu.

Það er breski miðillinn The Sun sem greinir frá þessu en Neymar, sem er 32 ára gamall, greiðir alls sjö milljónir punda fyrir eyjuna. Það samsvarar um 1,25 milljarði íslenskra króna.

Neymar gekk til liðs við Al-Hilal í Sádi-Arabíu síðasta sumar og skrifaði undir tveggja ára samning en hann þénar í kringum 100 milljónir punda á þessum tveimur árum í Sádi-Arabíu.

Hann sleit hins vegar krossband síðasta haust og hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum með Al-Hilal á tíma sínum í Sádi-Arabíu.

Samningur hans við Al-Hilal rennur út næsta sumar og hefur hann meðal annars verið orðaður við endurkomu til Barcelona, þar sem hann lék á árunum 2013 til 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert