Paul Pogba snýr aftur á nýjum stað

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP/Marco Bertorello

Franski knattspyrnumaðurinn Paul Pogba mun yfirgefa ítalska stórliðið Juventus í janúar en til stóð að samningur hans á Ítalíu myndi renna út sumarið 2026.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en Pogba, sem er 31 árs gamall, var úrskurðaður í fjögurra ára keppnisbann af ítalska lyfjaeftirlitinu í febrúar á þessu ári.

Hann var úrskurðaður í bráðabirgðabann í september árið 2023 en Alþjóðaíþróttadómstóllinn, CAS, stytti bann Pogba úr fjórum árum í 18 mánuði fyrr í þessum mánuði.

Pogba getur því snúið aftur til keppni í mars á þessu ári en það er ljóst að hann mun gera það á nýjum stað, með nýju félagi.

Hann hefur meðal annars verið orðaður við félög í bæði Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu en hann á að baki 91 A-landsleik og varð heimsmeistari með liðinu í Rússlandi árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka