Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson reyndist hetja Fiorentina þegar liðið tók á móti AC Milan í 7. umferð ítölsku A-deildarinnar í Flórens í gær.
Leiknum lauk með sigri Fiorentina, 2:1, en Albert skoraði sigurmark leiksins á 73. mínútu.
Þetta var hans þriðja mark í þremur leikjum í ítölsku A-deildinni en hann skoraði tvívegis í 2:1-sigri gegn Lazio þann 22. september.
Fiorentina er með tíu stig í ellefta sæti A-deildarinnar eftir fyrstu sjö umferðirnar og var þetta annar sigurleikur liðsins í deildinni á tímabilinu.
Myndband af sigurmarki Alberts má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.