Í ævilangt bann vegna kynlífsmyndbands

Orhan Erdemir og Elif Karaarslan eru komin í bann.
Orhan Erdemir og Elif Karaarslan eru komin í bann. Ljósmynd/Samsett/Instagram

Elif Karaarslan, 24 ára aðstoðardómari í tyrkneska fótboltanum, er komin í ævilangt bann eftir að kynlífsmyndband af henni og hinum 61 árs gamla Orhan Erdemir, fyrrverandi dómara og núverandi eftirlitsmanni, fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Erdemir er einnig kominn í ævilangt bann.

Karaarslan lagði skóna ung á hilluna vegna meiðsla og hóf að dæma í staðinn. Hún er vinsæl á Instagram, þar sem hún er dugleg að birta myndir og myndskeið af dómaralífinu.

„Ég er búinn að missa virðingu fjölskyldu, vina og dómarasamfélagsins. Þetta er mjög sárt tilfinningalega, sem og fjárhagslega,“ sagði Erdemir við Gercek Gazetesi í heimalandinu.

Karaarslan tjáði sig um málið á Instagram og sagði sig ekki vera á myndbandinu. „Þetta verður langt lagaferli en ég kem sterkari til baka.

Ég hlakka til að fá fullan stuðning frá ykkur. Ég ætla ekki að fara að gráta. Þetta er ekki ég á myndbandinu og ég mun leita réttar míns,“ skrifaði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert