Landsliðskona sparkaði í lögreglumann

Konan brást illa við handtökunni.
Konan brást illa við handtökunni. Ljósmynd/Sænska lögreglan

Fyrrverandi leikmaður sænska kvennalandsliðsins í fótbolta, leikmaður sem lék lengi í sænsku úrvalsdeildinni, var á dögunum handtekin fyrir vörslu kókaíns og að hafa veist að lögreglumanni í heimalandinu. 

Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá, en ekki má nafngreina konuna að svo stöddu þar sem ekki er búið að dæma hana.

Samkvæmt frétt miðilsins átti að handtaka konuna fyrir vörslu efnisins, þegar hún veittist að lögreglumönnum og sparkaði í einn þeirra.

Hún var færð í fangageymslu, en síðan sleppt eftir yfirheyrslu. Lögreglumaðurinn hlaut engin meiðsli. Hún neitar allri sök, en gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert