Ítalinn Daniele De Rossi var rekinn sem knattspyrnustjóri Roma í síðasta mánuði, en hann tók við liðinu fyrr á árinu. De Rossi lék 117 landsleiki fyrir Ítalíu og skoraði í þeim 21 mark.
De Rossi lék með Roma á árunum 2001 til 2019 og er goðsögn hjá félaginu. Það hefur því tekið á að fá brottreksturinn. Hann ákvað að sleikja sárin á Íslandi, ásamt eiginkonu sinni Söruh Felberbaum.
Birti hún þó nokkrar myndir af Íslandsferð þeirra á Instagram, en þau hjónin komu víða við á meðan á dvöl þeirra á landinu stóð.
Myndirnar má sjá hér fyrir neðan.