„Veistu ekki hver ég er?“

Hver skyldi þetta vera?
Hver skyldi þetta vera? AFP/Franck Fife

Knattspyrnumaðurinn Ibrahima Konaté, miðvörður Liverpool, brá á leik þegar hann kom til móts við franska landsliðið í æfingamiðstöð liðsins í Clairefontaine í gær.

Konaté var klæddur í athyglisverða múnderingu þar sem andlit hans var falið.

Sænski miðillinn Aftonbladet segir miðvörðinn hafa spurt viðstadda: „Veistu ekki hver ég er?“

Því næst hafi Konaté rennt niður rennilásnum sem huldi andlit hans, brosað breitt og farið að skellihlæja.

Ibrahima Konaté.
Ibrahima Konaté. AFP/Franck Fife
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert