Heimir tjáir sig um ummælin

Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Íra.
Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Íra. AFP/Paul Faith

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, hefur tjáð sig um ummæli sem Richard Dunne, fyrrverandi leikmaður írska liðsins, lét falla í vikunni.

Dunne spáði því að starf Heimis yrði í mikilli hættu ef leikirnir við Finnland og Grikkland í Þjóðadeildinni fara illa. Írland mætir Finnlandi í dag og Grikklandi á sunnudag.

„Svona er þetta í þessum bransa. Ykkar starf er að safna áskrifendum og að hlustað sé á ykkur. Við verðum að virða ykkar skoðanir.

Ef ég þyrfti að vera með skoðun á ykkar skoðunum yrði lítill tími eftir til að þjálfa. Það er ekki tími til þess, en við verðum að virða ykkar skoðanir,“ sagði Heimir á blaðamannafundi í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert