Bara þeir launahæstu sem kvarta

Rodri kvartaði yfir leikjaálagi og meiddist illa skömmu síðar.
Rodri kvartaði yfir leikjaálagi og meiddist illa skömmu síðar. AFP/Paul Ellis

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur litla samúð með leikmönnum sem kvarta yfir of miklu leikjaálagi.

Leikmenn á borð við Rodri hjá Manchester City, Jules Koundé leikmaður Barcelona og Real Madrid-maðurinn Dani Carvajal hafa allir kvartað yfir leikjaálagi undanfarnar vikur. Rodri sagði leikmenn vera að íhuga verkfall vegna þessa.

„Ég get viðurkennt að það eru ansi margir leikir, en á sama tíma hefur það mismunandi áhrif. Sumir leikmenn eru þreyttir en aðrir eru með mikla orku,“ viðurkenndi Ceferin í samtali við danska miðilinn Bold og hélt áfram:

„Ég stend við það sem ég sagði fyrir tveimur vikum, það er ekki pláss fyrir fleiri leiki. En hverjir eru að kvarta? Það eru aðeins þeir sem eru á hæstu laununum, sem spila fyrir lið sem eru með 25 toppleikmenn. Þeir sem eru á lægri launum kvarta aldrei,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert