Beiðni Grikkja eftir andlátið hafnað

Baldock var minnst fyrir leikinn í gærkvöldi.
Baldock var minnst fyrir leikinn í gærkvöldi. AFP/Glyn Kirk

Gríski landsliðsmaðurinn George Baldock fannst látinn í sundlaug á heimili sínu í Aþenu á miðvikudag. Þrátt fyrir það lék gríska landsliðið við það enska og vann 2:1 á Wembley í Þjóðadeildinni í gærkvöldi.

Gríska knattspyrnusambandið óskaði eftir því við UEFA að leiknum yrði frestað, þar sem leikmenn og þjálfarar gríska liðsins væru í sárum sínum vegna andláts liðsfélaga og vinar.

UEFA varð ekki við þeirri ósk. Rökin voru þau að það væri einfaldlega enginn annar tími í boði fyrir leikinn, þar sem leikjaálagið er mikið.   

Grísku leikmannasamtökin voru allt annað en sátt og sögðu ákvörðun UEFA ómannúðlega.

AFP/Glyn Kirk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert