„Ég lét nærri því lífið“

Julio César Enciso í leik með Paragvæ.
Julio César Enciso í leik með Paragvæ. AFP/Eitan Abramovich

Knattspyrnumaðurinn Julio César Enciso, sóknartengiliður Brighton og paragvæska landsliðsins, kveðst hafa verið hætt kominn þegar hann flaug frá Englandi til Ekvador fyrir leik í undankeppni HM 2026 í vikunni.

Enciso sagði að liðið hafi yfir sig og að hann hafi þurft á hjálp að halda frá öðrum farþega. Það hafi ekki komið til vegna ókyrrðar heldur fann Paragvæinn einfaldlega fyrir vanlíðan.

„Mér er illt í höfðinu. Ég lét nærri því lífið. Það leið yfir mig í flugvélinni. Ég var kraftlaus og borðaði og svaf illa. Á einum tímapunkti steig ég upp til að fara á klósettið og fannst eins og ég væri að detta.

Það var maður sem greip í mig og fór með mig frammí. Hann lét mig drekka kók og japanska súpu, sem gerði mér gott,“ sagði Enciso í samtali við paragvæska miðilinn Del Paraguay.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert