Þjóðverjinn Jürgen Klopp var ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull í vikunni og mun hefja störf hjá fyrirtækinu um áramótin.
Þýski miðilinn TZ greinir frá í dag að Klopp hafi fyrst samþykkt starfið fyrir tveimur árum, en Klopp var þá stjóri Liverpool og allt þar til loka síðasta tímabils.
Samkvæmt miðlinum sannfærði Dietrich Mateschitz, stofnandi Red Bul, Klopp um að taka að sér starfið rétt fyrir andlát sitt, en þeir funduðu í Salzburg árið 2022.
Red Bull á knattspyrnufélög víða um heiminn og á Klopp að hjálpa til við stefnumótun hjá austurrísku samsteypunni.