Solskjær sagði nei

Ole Gunnar Solskjær sagði nei við Dani.
Ole Gunnar Solskjær sagði nei við Dani. AFP

Danska knattspyrnusambandið hafði áhuga á að ráða Ole Gunnar Solskjær sem nýjan landsliðsþjálfara karla, en Norðmaðurinn hefur ekki áhuga á starfinu.

Tipsbladet í Danmörku greinir frá. Danska liðið leitar að þjálfara eftir að Kasper Hjulmand hætti með liðið fyrr á árinu.

Samkvæmt danska miðlinum hafnaði Solskjær danska sambandinu því hann er í viðræðum við stórt félag.

Hann hefur verið án þjálfarastarfs síðan hann var rekinn frá Manchester United í september 2021. Hann var orðaður við Besiktas í sumar en Giovanni van Bronckhorst var að lokum ráðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert