„Ég grét oft á kvöldin“

Samuel Omorodion í baráttunni við Matthijs de Ligt.
Samuel Omorodion í baráttunni við Matthijs de Ligt. AFP/Miguel Riopa

Spænski framherjinn Samuel Omorodion segist hafa grátið á kvöldin þegar hann var á samningi hjá stórliðinu Atlético Madrid.

„Hjá Atlético grét ég oft á kvöldin. Mamma og fjölskylda mín áttum öll erfitt,“ sagði Omorodion í viðtali við Marca.

Omorodion æfði ekki með aðalliðinu og segir að það hafi verið erfitt.

„Ég æfði ekki með aðalliðinu. Mér fannst ég ekki tilheyra liðinu og mér fannst ég ekki vera fótboltamaður. Ég æfði en hausinn minn var að segja mér annað. Það var erfitt,“ sagði Omorodion.

Omorodion var nálægt því að ganga til liðs við Chelsea í sumar en félagaskiptin fóru ekki í gegn á síðustu stundu.

„Þetta er búið að vera erfitt sumar. Samningurinn hjá Chelsea var klár en fór ekki í gegn,“ sagði Omorodion.

Spánverjinn skrifaði undir hjá portúgalska félaginu Porto í sumar og hefur byrjað frábærlega þar með fjögur mörk í deildinni hingað til.

„Allir hlutir gerast af ástæðu. Ég er þakklátur guði að ég endaði áað ganga til liðs við Porto og ég er mjög ánægður þar,“ sagði Omorodion.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert