Gæti tekið við enska landsliðinu

Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel. AFP/Ian Kington

Thomas Tuchel, fyrrverandi stjóri Chelsea og Bayern München, er sagður vera í viðræðum um að taka við enska landsliðinu. Þýski fréttamiðillinn Bild greinir frá þessu.

Þjóðverjinn stýrði síðast Bayern í Þýskalandi en hann hætti með liðið eftir síðustu leiktíð.

Gareth Southgate hætti með enska landsliðinu eftir Evrópumótið í sumar og hefur Lee Carsley verið að þjálfa landsliðið til bráðabirgða.

Tuchel hefur einnig verið orðaður við Manchester United en talið er að hann gæti tekið við af Erik ten Hag, verði hann rekinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert