Guðrún og stöllur enn með fullt hús stiga

Guðrún Arnardóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Guðrún Arnardóttir í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Guðrún Arnardóttir og stöllur í Rosengård eru ennþá með fullt hús stiga eftir 1:0-sigur gegn Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Eina mark leiksinskom á 54. mínútu en hin japanska Momoko Tanikawa skoraði það.

Guðrún var á sínum stað í byrjunarliðinu hjá Rosengård og spilaði allan leikinn. Sigdís Eva Bárðardóttir var ónotaður varamaður hjá Norrköping.

Rosengård er á toppi deildarinnar með 69 stig eftir 23 umferðir. Norrköping situr í fimmta sæti með 35 stig.

Katla og Áslaug í byrjunarliðinu

Katla María Þórðardóttir og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu þegar Örebro vann mikilvægan 3:2-sigur gegn Trelleborgs í sænsku.

Sigurinn kemur Örebro úr fallsæti en liðið situr nú í 12. sæti með 19 stig.

Linköping mátti þola 8:1-tap gegn Häcken í dag. María Catharína Ólafsdóttir Grós spilaði allan leikinn fyrir Linköping.

Linköping situr í níunda sæti deildarinnar með 26 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert