Þurfa einn sigur í viðbót

Sædís Rún Heiðarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Sædís Rún Heiðarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vålerenga er einum sigri frá því að verða norskur meistari í knattspyrnu kvenna eftir sigur á Lyn, 3:0, í 23. umferð deildarinnar í dag. 

Vålerenga er með 63 stig á toppnum, ellefu stigum á undan Brann sem er í öðru sæti. Aðeins fjórar umferðir eru eftir þannig með sigri í næsta leik tryggir Vålerenga sér titilinn. 

Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Vålerenga og lék allan leikinn. 

Vålerenga mætir Arsenal i Meistaradeildinni næsta miðvikudagskvöld en síðan bíður Kolbotn á heimavelli þar sem liðið tryggir sér titilinn með sigri. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert