Fótboltaþjálfarinn Heimir Hallgrímsson segist aldrei áður hafa verið í öðru eins umhverfi og hann er í sem þjálfari karlalandsliðs Írlands.
Heimir sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær en írska landsliðið mætir því gríska í fjórðu umferð Þjóðadeildarinnar í Grikklandi í kvöld.
Heimir tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í Þjóðadeildinni með írska landsliðið en vann góðan útisigur á Finnlandi, 2:1, síðastliðið fimmtudagskvöld.
„Ég var ekki meðvitaður um hversu stórt þetta starf er. Ég hef aldrei áður verið í umhverfi þar sem er svona mikil athygli,“ sagði Heimir meðal annars.