Heimir minntist Baldock

Heimir Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson AFP/Paul Faith

Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, minntist George Baldock á blaðamannafundi fyrir leik Írlands gegn Grikklandi í Þjóðadeildinni, sem fram fer í kvöld. 

Baldock lést í vikunni er hann drukknaði á heimili sínu í Aþenu. Hann lék með gríska landsliðinu og lék lengi vel með Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni. Þá var hann að láni hjá ÍBV árið 2012.

„Svona augnablik sameinar samfélagið og fær þig til að átta þig á að lífið er miklu meira en bara fótbolti. Ég er aðeins tengdur honum því hann spilaði fyrir uppeldisfélagið mitt þegar hann var aðeins 18 ára.

Við sendum fjölskyldunni hans samúðarkveðjur. Það verður meira um tilfinningar hjá gríska liðinu og við sjáum hvort það verði gott eða slæmt fyrir okkur,“ sagði Heimir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert