Kemur Mbappé til varnar

Kylian Mbappé er mikið í umræðunni þessa dagana.
Kylian Mbappé er mikið í umræðunni þessa dagana. AFP/Sameer Al-Doumy

Franski knattspyrnumaðurinn Wesley Fofana, varnarmaður Chelsea, hefur komið landsliðsfélaga sínum Kylian Mbappé til varnar. 

Mbappé, sem er fyrirliði landsliðsins, er ekki í leikmannahópi Frakklands en hann spilaði fyrir Real Madrid síðustu helgi og er ekki talinn meiddur. 

Þá greindu spænskir miðlar frá því að hann hafi sagt við franska knattspyrnusambandið að hann vilji aðeins spila mikilvægustu leikina. 

Síðan sást til Mbappé vera að skemmta sér í Svíþjóð sama kvöld og Frakkland sigraði Ísrael. Fofana gaf lítið fyrir það. 

„Menn mega gera það sem þeir vilja í sínum frítíma, þetta er ekki umræðuefni. Hann er frábær náungi, atvinnumaður og leikmaður Frakklands. Auðvitað er mikið talað um hann en mér finnst þið gagnrýna hann of mikið af og til,“ sagði Fofana við fjölmiðla á blaðamannafundi. 

Wesley Fofana.
Wesley Fofana. AFP/Henry Nicholls
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert