Klopp á rosalegum launum í nýju starfi

Það er nóg til hjá Jürgen Klopp.
Það er nóg til hjá Jürgen Klopp. AFP/Ben Stansall

Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool og Dortmund, tekur við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull um áramótin.

Mun hann aðstoða samsteypuna í kringum knattspyrnufélög hennar, en Red Bull á nokkur knattspyrnufélög í nokkrum löndum.

Bild í Þýskalandi fjallar um ráðninguna og segir að Klopp muni þéna allt að 11 milljón evrur á ári í nýja starfinu, eða um 1,7 milljarð króna.

Þrátt fyrir himinháa upphæð verður hann á mun lægri launum en hjá Liverpool, þar sem hann þénaði um helmingi meira á ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert