Sænskir fjölmiðlar fjalla um ummæli Eggerts

Eggert Aron Guðmundsson leikur með Elfsborg í Svíþjóð.
Eggert Aron Guðmundsson leikur með Elfsborg í Svíþjóð. Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Sænskir fjölmiðlar hafa greint frá ummælum Eggerts Aron Guðmundssonar, leikmanns Elfsborg í Svíþjóð, í viðtali við mbl.is í miðri viku.

Eggert Aron sagði að meðferðin sem hann og Andri Fannar Baldursson, samherji hans í Elfsborg, sé ósanngjörn. Báðir hafa fengið fá tækifæri hjá sænska liðinu.

Eggert Aron gekk til liðs við Elfsborg frá Stjörnunni fyrir tímabilið. Hann hefur aðeins komið við sögu í fimm deildarleikjum og tveimur Evrópuleikjum.

Samningur Eggerts hjá Elfsborg er til ársins 2028. Eggert ætlar að skoða stöðuna eftir tímabilið ásamt umboðsmanni sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert