Vill ekki hitta barnabarnið

David Ginola.
David Ginola. AFP

Fyrrverandi fótboltamaðurinn David Ginola mun ekki hitta barnabarn sitt samkvæmt dóttur hans Joy Pinquier.

Í viðtali við Daily Mail sagði Pinquier að Ginola myndi hvorki vilja hitta né gera eitthvað fyrir ófætt barn hennar.

„Ég er mjög ánægð að verða mamma en ég er áhyggjufull um framtíð okkar. Ég efast um að faðir minn muni kynnast dóttur minni þar sem hann hefur hingað til sýnt okkur lítinn áhuga,“ sagði Pinquier.

Ginola spilaði með stórliðum eins og París SG, Tottenham og Newcastle á ferlinum. Hann á einnig 17 landsleiki að baki fyrir franska landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert