Frakkar og Ítalir munu berjast um toppsætið í 2. riðli A-deildar Þjóðdeildar Evrópu í knattspyrnu karla.
Sigurvegari riðilsins mun keppa um Þjóðadeildabikarinn en Ítalir eru efstir með tíu stig og Frakkar í öðru sæti með níu. Ítalía fær Frakkland í heimsókn í lokaleik riðilsins.
Frakkland vann Belgíu, 2:1, í Belgíu í kvöld. Randal Kolo Muani skoraði bæði mörk Frakklands en á milli markanna jafnaði Lois Openda metin.
Belgar eru í þriðja sæti með fjögur stig en Ísrael, sem tapaði 4:1 fyrir Ítalíu á Ítalíu, er neðst án stiga.
Giovanni Di Lorenzo skoraði tvö mörk fyrir Ítalíu og Mateo Retegui og Davide Frattesi hvort markið fyrir sig. Mark Ísraels skoraði Mohammed Abu Fani.