Á milli Frakklands og Ítalíu

Frakkar fagna öðru marki Randal Kolo Muani.
Frakkar fagna öðru marki Randal Kolo Muani. AFP/John Thys

Frakkar og Ítalir munu berjast um toppsætið í 2. riðli A-deildar Þjóðdeildar Evrópu í knattspyrnu karla. 

Sigurvegari riðilsins mun keppa um Þjóðadeildabikarinn en Ítalir eru efstir með tíu stig og Frakkar í öðru sæti með níu. Ítalía fær Frakkland í heimsókn í lokaleik riðilsins. 

Frakkland vann Belgíu, 2:1, í Belgíu í kvöld. Randal Kolo Muani skoraði bæði mörk Frakklands en á milli markanna jafnaði Lois Openda metin. 

Belgar eru í þriðja sæti með fjögur stig en Ísrael, sem tapaði 4:1 fyrir Ítalíu á Ítalíu, er neðst án stiga. 

Giovanni Di Lorenzo skoraði tvö mörk fyrir Ítalíu og Mateo Retegui og Davide Frattesi hvort markið fyrir sig. Mark Ísraels skoraði Mohammed Abu Fani.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert