Í leyfi eftir barnsmissi

Liam Manning, knattspyrnustjóri Bristol City.
Liam Manning, knattspyrnustjóri Bristol City. AFP/Adrian Dennis

Enska knattspyrnufélagið Bristol City hefur tilkynnt að knattspyrnustjóri karlaliðsins, Liam Manning, sé kominn í ótímabundið leyfi þar sem hann syrgir fráfall nýfædds sonar síns, Theo John Manning.

Bristol City leikur í ensku B-deildinni og er sem stendur í 16. sæti af 24 liðum eftir að hafa hafnað í 11. sæti á síðasta tímabili.

„Það hryggir alla hjá Bristol City að sonur Liams, Theo John Manning, sem sé fallinn frá. Við vitum að stuðningsmenn Bristol City og hin stóra fótboltafjölskylda muni votta Liam, konu hans Fran og syni hans Isaac, sínar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum.

Liam mun fara í leyfi og á meðan mun Chris Hogg sinna starfi hans. Við viljum biðja um að einkalíf Liam og fjölskyldu hans sé virt á þessari stundu,“ sagði í tilkynningu enska félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert