Óvænt hetja í sigri Þjóðverja

Jamie Leweling fagnar sigurmarki sínu.
Jamie Leweling fagnar sigurmarki sínu. AFP/Odd Andersen

Jamie Leweling reyndist hetja Þjóðverja í sigri á Hollendingum, 1:0, í 3. riðli A-deildar Þjóðadeildar Evrópu í knattspyrnu í München í kvöld. 

Sigurmark Leweling kom á 64. mínútu en í fyrri hálfleik skoraði hann mark sem var síðan dæmt af. 

Þjóðverjar eru komnir með tíu stig, fimm fleiri en Hollendingar og Ungverjar sem eru í næstu tveimur sætum. 

Liverpool-maðurinn Dominik Szoboszlai skoraði bæði mörk Ungverjalands í útisigri á Bosníu, 2:0. 

Bosnía er neðst með eitt stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert