Sædís best og gaf Bleiku slaufunni verðlaunin

Sædís Rún Heiðarsdóttir er nálægt því að verða norskur meistari …
Sædís Rún Heiðarsdóttir er nálægt því að verða norskur meistari á fyrsta ári sínu sem atvinnumaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sædís Rún Heiðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var valin besti leikmaður vallarins í gær þegar Vålerenga sigraði Lyn í norsku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt hefð fékk hún afhenta ávísun á 10 þúsund norskar krónur, um 127 þúsund íslenskar krónur, sem hún og Norsku getraunirnar gefa í sameiningu til Bleiku slaufunnar, eða Rosa slöyfe eins og átakið til styrktar þeim sem berjast við brjóstakrabbamein heitir í Noregi.

Sædís lagði upp mark í öruggum sigri Vålerenga, 3:0, en liðið þarf nú aðeins tvö stig í viðbót úr síðustu fjórum leikjum sínum til að tryggja sér norska meistaratitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert