Stjörnur Tyrkja byrja á Laugardalsvelli

Stefán Teitur Þórðarson í baráttu við Arda Güler í fyrri …
Stefán Teitur Þórðarson í baráttu við Arda Güler í fyrri leik liðanna í Tyrklandi. Ljósmynd/Alex Nicodim

Vincenzio Montella, þjálfari karlalandsliðs Tyrklands í knattspyrnu, stillir upp gífurlega sterku liði fyrir leikinn gegn Íslandi í 4. riðli B-deild­ar Þjóðadeild­ar Evr­ópu á Laug­ar­dals­velli í kvöld.

Arda Güler, leikmaður Real Madrid, Hakan Calhanoglu, leikmaður Inter Mílanó og Kenan Yildiz, leikmaður Juventus, eru allir á sínum stað sem og Kerem Aktürkoglu sem lék Íslendinga grátt í fyrri leiknum. 

Byrjunarlið Tyrklands: (4-5-1)

Mark: Ugurcan Cakir
Vörn: Abdülkerim Bardakci, Zeki Celik, Merih Demiral, Ferdi Kadioglu
Miðja: Arda Güler, Kerem Aktürkoglu, Haka Calhanoglu, Orkun Kökcü, Kenan Yildiz. 
Sókn: Írfan Can Kahveci

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert