Vill ekki missa Henderson frá sér

Jordan Henderson í leik með Ajax.
Jordan Henderson í leik með Ajax. AFP/John Thys

Enski knattspyrnumaðurinn Jordan Henderson, leikmaður Ajax í Hollandi, hefur verið orðaður við brottför í janúarglugganum en fái Francesco Farioli, knattspyrnustjóri Ajax, að ráða fer Henderson ekki fet.

Hann er framúrskarandi leikmaður sem býr yfir miklum gæðum og góðum leiðtogahæfileikum. Sem fyrrverandi fyrirliði sigurliðs í Meistaradeild Evrópu getur hann smitað út frá sér sigurhugarfari og góðum vinnuanda.

Það eru ýmsar leiðir fyrir hann til þess að leggja sitt af mörkum hjá ungu liði okkar, sagði Farioli í samtali við Sky Sports.

Henderson hefur til að mynda verið orðaður við uppeldisfélagið Sunderland, sem leikur í ensku B-deildinni, og skoska stórliðið Rangers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert