Wales hafði betur gegn Svartfjallalandi, 1:0, í 4. riðli B-deildar Þjóðdeildar Evrópu í knattspyrnu karla Í Wales í kvöld.
Wales er komið með átta stig, fjórum stigum meira en Ísland, og er í öðru sæti riðilsins. Tyrkir eru á toppnum með tíu og Svartfjallaland neðst án stiga.
Harry Wilson skoraði sigurmark Walesverja úr vítaspyrnu á 36. mínútu leiksins.