Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé liggur undir grun vegna meintrar nauðgunar sem talin er hafa átt sér stað á hótelherbergi í Svíþjóð í síðustu viku.
Mbappé fór ásamt félögum sínum í heimsókn til Svíþjóðar í síðustu viku og dvöldu þeir í Stokkhólmi í tvo daga. Meint nauðgun er sögð hafa átt sér stað síðastliðinn fimmtudag en Mbappé og félagar hans yfirgáfu Svíþjóð síðastliðinn föstudag.
Lögregla var mætt fyrir utan hótelið sem þeir gistu á síðastliðinn fimmtudag og stendur rannsókn nú yfir þó Aftonbladet og Expressen fái engar frekari upplýsingar um málið frá upplýsingafulltrúa lögreglunnar í Stokkhólmi.
Mbappé leikur með Real Madrid og félagið brást við með að taka hann úr auglýsingu félagsins, í samvinnu við Adidas.
real madrid removed mbappe’s face from their advertisement with adidas.
— 𝐂𝐇𝐀𝐑𝐋𝐄𝐒 (@ChaaliiyKay) October 15, 2024
frame 1: jude bellingham’s instagram post including mbappe.
frame 2: real madrid x post without mbappe.
what’s happening?! 🤔 pic.twitter.com/wgjO0mu26J