Sagði upp hjá Arsenal

Jonas Eidevall er hættur hjá Arsenal.
Jonas Eidevall er hættur hjá Arsenal. AFP/Tim Nwachukwu

Sænski knattspyrnuþjálfarinn Jonas Eidevall hefur sagt starfi sínu sem knattspyrnustjóri kvennaliðs Arsenal lausu eftir slæma byrjun á tímabilinu.

Eidevall, sem er 41 árs, hafði stýrt liðinu undanfarin rúm þrjú ár. Undir hans stjórn vann Arsenal deildabikarinn undanfarin tvö tímabil.

Arsenal er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu fjórar umferðirnar og hefur aðeins unnið einn leik í deildinni til þessa.

Þá fékk liðið stóran skell gegn Glódísi Perlu Viggósdóttur og stöllum hennar í Bayern München, 5:2, í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku.

Aðstoðarþjálfari Eidevalls, Renee Slegers, tekur við starfinu af honum til bráðabirgða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert