Gary Martin segist vera orðinn Íslendingur

Gary Martin í leik með Víkingi Ólafsvík á síðasta tímabili.
Gary Martin í leik með Víkingi Ólafsvík á síðasta tímabili. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnumaðurinn Gary Martin er allt annað en sáttur við ráðningu enska knattspyrnusambandsins á Þjóðverjanum Thomasi Tuchel. 

Tuchel tekur við enska karlalandsliðinu í janúar en margir Englendingar eru ósáttir við að sjá Þjóðverja taka við landsliðinu. 

Einn þeirra er Gary Martin sem ritar einfaldlega: „England með þýskan þjálfara, þetta er kornið sem fillir mælinn.

Ég er opinberlega orðinn Íslendingur, takk.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert