Írar eru sáttir við framkomu Heimis Hallgrímsson, þjálfara írska karlalandsliðsins í knattspyrnu.
Heimir tók við írska landsliðinu í sumar og hefur unnið einn af fjórum leikjum sínum í B-deild Þjóðadeildar Evrópu.
Mikið hefur verið rætt og ritað um Heimi en Martin Healy hjá írska miðlinum Extra.ie tók saman jákvæða og neikvæða hluti frá fyrstu leikjum Heimis.
Þar kemur hann inn á framkomu Heimis en samkvæmt blaðamanninum er hann mun betri á blaðamannafundum og í tengslum við fjölmiðla heldur en forverar sínir, Stephen Kenny og Martin O’Neill.
„Þrátt fyrir að enska sé ekki móðurtungumál Heimis þá er hann mun betri að ræða við fjölmiðla. Hann er mun hnitmiðari en forverar sínar í starfinu.
Þá er hann einnig rólegur á hliðarlínunni og missir ekki hausinn,“ skrifaði Healy meðal annars.
Heimir og írska landsliðið fá Finnland og England í heimsókn í næsta landsleikjaglugga.