Messi með þrennu – stórsigrar Brasilíu og Kólumbíu

Lionel Messi kom að fimm mörkum með beinum hætti í …
Lionel Messi kom að fimm mörkum með beinum hætti í nótt. AFP/Luis Robayo

Lionel Messi var allt í öllu er hann skoraði þrennu og lagði upp tvö mörk til viðbótar í 6:0-sigri Argentínu á Bólivíu í undankeppni HM 2026 í knattspyrnu í Buenos Aires í nótt.

Messi skoraði og lagði upp tvö mörk í fyrri hálfleik og skoraði svo sjálfur tvö mörk til viðbótar undir lok leiksins.

Brasilía lenti ekki í neinum vandræðum með Perú á heimavelli og vann 4:0.

Raphinha skoraði tvívegis fyrir Brasilíumenn auk þess sem Andreas Pereira og Luiz Henrique komust á blað.

Kólumbía vann sömuleiðis auðveldan heimasigur á Síle, 4:0.

Davinson Sánchez, Luis Díaz, Jhon Durán og Luis Sinisterra skoruðu mörk Kólumbíumanna.

Úrúgvæ fékk Ekvador í heimsókn til Montevideo og gerðu liðin markalaust jafntefli.

Paragvæ lagði þá Venesúela að velli á heimavelli, 2:1, þar sem Antonio Sanabria skoraði bæði mörk heimamanna eftir að Jon Aramburu hafði komið gestunum yfir.

Argentína er sem fyrr á toppnum í undankeppninni, nú með 22 stig, og Kólumbía kemur þar á eftir með 19 stig. Úrúgvæ og Brasilía eru í þriðja og fjórða sæti með 16 stig hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert