Tuchel baðst strax afsökunar

Thomas Tuchel á blaðamannafundi í dag.
Thomas Tuchel á blaðamannafundi í dag. AFP/Adrian Dennis

Þjóðverjinn Thomas Tuchel var í dag ráðinn landsliðsþjálfari karlaliðs Englands í fótbolta og hefur hann störf um áramótin.

Lengi hefur ríkt rígur á milli Englands og Þýskalands í fótbolta og eru einhverjir Englendingar ósáttir með að knattspyrnusambandið hafi ráðið þýskan landsliðsþjálfara.

„Fyrirgefið að ég sé með þýskt vegabréf. Allir hafa rétt á sinni skoðun og ég skil að sumir vilja enskan þjálfara fyrir enska liðið,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi í dag.

Hann var síðan spurður hvort hann muni syngja með þjóðsöngnum fyrir leiki.

„Sama hver ákvörðunin mín verður mun ég bera virðingu fyrir fallegum þjóðsöng,“ svaraði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert