Beckham: Svíður aðeins

David Beckham, til hægri, ásamt Tom Brady.
David Beckham, til hægri, ásamt Tom Brady. AFP/Carmen Mandato

Stórstjarnan David Beckham segir það svíða aðeins hvernig fólk lítur á hann. 

Beckham var með betri knattspyrnumönnum heims á sínum tíma þegar hann lék hjá Manchester United. 

Árið 1999 hafnaði hann í öðru sæti í Gullboltavalinu eftir að Manchester United vann þrennuna. 

Beckham er þó eflaust þekktari utan vallar en hann er stjarna út um allan heim, þá sérstaklega í Bandaríkjunum. 

Beckham var í viðtali hjá Rio Ferdinand, fyrrverandi samherja sínum hjá Manchester United, þar sem hann viðurkenndi að allt umtalið í kringum hann utan vallar skyggi aðeins á fótboltaferilinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert