Færeyski landsliðsþjálfarinn rekinn

Håkan Ericson.
Håkan Ericson. Ljósmynd/Knattspyrnusamband Færeyja

Svíinn Håkan Ericson hefur verið rekinn sem þjálfari karlalandsliðs Færeyja í knattspyrnu. 

Ericson, sem er 64 ára gamall, hefur stýrt liðinu í fimm ár en lítið sem ekkert hefur gengið upp síðastliðin tvö ár. 

Á þeim tíma hafa Færeyjar ekki unnið keppnisleik í tvö ár eða síðan þær sigrðu Tyrki í september 2022.  Þá hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu 20 leikjum sínum. 

Eyðun Kakstein mun stýra færeyska landsliðinu í síðustu tveimur leikjum þess gegn Armeníu og Norður-Makedóníu í C-deild Þjóðadeildar Evrópu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert