Messi færðist nær Ronaldo

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. AFP

Með því að skora þrennu í 6:0-sigri Argentínu á Bólivíu í undankeppni HM 2026 í fyrrinótt er Lionel Messi orðinn næstmarkahæsti karl sögunnar í landsliðsfótbolta.

Messi er nú búinn að skora 112 mörk í 189 landsleikjum og hefur því skákað Ali Daei, sem skoraði 109 mörk í 148 landsleikjum fyrir Íran á sínum tíma.

Cristiano Ronaldo er langmarkahæsti landsliðskarl sögunnar með 133 mörk í 213 A-landsleikjum.

Ronaldo er orðinn 39 ára gamall og Messi 37 ára en virðist hvorugur þeirra eitthvað vera að slaka á með landsliðum sínum þó þeir séu báðir komnir í veikari deildir en þeir léku í lengst af; Ronaldo í Sádi-Arabíu og Messi í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert