Óttast um líf leikmanna

Ali Haram, leikmaður Bareins, í landsleik gegn Ástralíu í síðasta …
Ali Haram, leikmaður Bareins, í landsleik gegn Ástralíu í síðasta mánuði. AFP/Patrick Hamilton

Knattspyrnusamband Bareins hefur óskað eftir því við Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, að leikur karlaliðsins gegn Indónesíu í Jakarta í mars á næsta ári verði færður til annars lands af öryggisástæðum.

Knattspyrnusamband Bareins segir leikmenn liðsins hafa þurft að standa undir líflátshótunum á samfélagsmiðlum eftir að liðin tvö gerðu jafntefli, 2:2, í Barein í undankeppni HM 2026 í síðustu viku.

Barein jafnaði þá metin á níundu mínútu uppbótartíma, sem Indónesíubúar voru verulega ósáttir við þar sem uppgefinn uppbótartími var sex mínútur, þó uppgefinn uppbótartími miðist alltaf við að vera að lágmarki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert