Rooney í leikbann

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. AFP/Glyn Kirk

Wayne Rooney, knattspyrnustjóri enska liðsins Plymouth, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann eftir að hann fékk rautt spjald í leik í B-deildinni fyrr í mánuðinum.

Enska knattspyrnusambandið kærði Rooney fyrir hátterni sitt þegar Blackburn Rovers jafnaði metin í 1:1, en Plymouth vann svo leikinn 2:1.

Hann hagaði sér þá með óviðeig­andi hætti og notaði móðgandi orð í garð dóm­ara leiks­ins fyr­ir og eft­ir að hon­um var sýnt rautt spjald.

Auk þess sneri Roo­ney aft­ur á völl­inn að leik lokn­um þrátt fyr­ir að hafa fengið reisupass­ann, sem enska sam­bandið taldi óviðeig­andi.

Hann verður því ekki á hliðarlínunni þegar Plymouth heimsækir Cardiff City í B-deildinni á morgun.

Guðlaugur Victor Pálsson er leikmaður Plymouth en hefur lítið spilað á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka