Sara fór á kostum í Sádi-Arabíu

Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Al-Qadsiah.
Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Al-Qadsiah. Ljósmynd/Al-Qadsiah

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, átti stórleik fyrir Al-Qadsiah þegar liðið lagði Al-Amal örugglega að velli, 4:1, í bikarkeppni Sádi-Arabíu í dag.

Sara Björk var á sínum stað á miðju Al-Qadsiah og lagði upp tvö marka liðsins.

Lagði hún upp annað mark liðsins fyrir Rayanne Machado á 15. mínútu og þriðja mark liðsins fyrir Leu Le Garrec á 62. mínútu.

Sara Björk var svo tekin af velli á 89. mínútu eftir fyrirtaks dagsverk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka