Þreifaði kynferðislega á fyrirliðanum

Mohamed Al Fayed.
Mohamed Al Fayed. AFP

Ronnie Gibbons, fyrrverandi fyrirliði kvennaliðs Fulham í knattspyrnu, segir að fyrrverandi eigandi félagsins, Mohamed Al Fayed, hafi í tvígang þreifað kynferðislega á sér.

Í samtali við The Athletic sagði Gibbons að Al Fayed hafi reynt að þvinga hana til að kyssa sig í Harrods-verslun árið 2000, þegar Gibbons var tvítug.

Með því að opna sig um þessa reynslu kvaðst hún vilja loks skila skömminni og sársaukanum sem Gibbons hefur glímt við mörg undanfarin ár.

Fjórir leikmenn á meðal fórnarlamba

Al Fayed heitinn var eigandi Harrods-stórverslunarkeðjunnar og Fulham.

Í síðasta mánuði frumsýndi breska ríkisútvarpið heim­ild­ar­mynd­ina Al-Fayed: Predator at Harrods, þar sem 20 kon­ur stigu fram og sökuðu hann um kyn­ferðisof­beldi. Þar af sökuðu fimm kon­ur Al Fayed um að hafa nauðgað sér.

Síðan heimildamyndin var frumsýnd hefur það komið á daginn að auk ofangreindra séu fjórir fyrrverandi leikmenn kvennaliðs Fulham, þeirra á meðal Gibbons, á meðal fórnarlamba Al Fayeds.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert