Börsungar með sannfærandi sigur

Barcelona er á toppi spænsku 1. deildarinnar.
Barcelona er á toppi spænsku 1. deildarinnar. AFP/Josep Lago

Barcelona vann sannfærandi sigur gegn Sevilla, 5:1, í spænsku 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Barcelona tók forystuna á 24. mínútu með marki af vítapunktinum en það var Robert Lewandowski sem skoraði það. Pedri tvöfaldaði forystu Barelona fjórum mínútum síðar eftir undirbúning frá Lamine Yamal.

Lewandowski skoraði annað mark sitt og þriðja mark Börsunga á 39. mínútu. Staðan í hálfleik 3:0, Barcelona í vil.

Varamaðurinn Pablo Torre skoraði fjórða mark Barcelona á 82. mínútu. Stanis Idumbo Muzambo minnkaði muninn fyrir Sevilla með marki á 87. mínútu.

Torre innsiglaði síðan sigur Barcelona aðeins einni mínútu síðar með marki. Lokaniðurstöður í kvöld, 5:1-sigur Barcelona.

Barcelona er áfram á toppi deildarinnar með 27 stig eftir 10 leiki. Sevilla situr í 13. sæti með 12 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert