Fékk fyrirliðabandið eftir tæplega árs fjarveru

Gavi með fyrirliðabandið í baráttunni í gær.
Gavi með fyrirliðabandið í baráttunni í gær. AFP/Josep Lago

Gavi, tvítugur miðjumaður Barcelona, sneri aftur á knattspyrnuvöllinn eftir 11 mánaða fjarveru vegna alvarlegra hnémeiðsla þegar hann kom inn á sem varamaður í 5:1-sigri liðsins á Sevilla í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær.

Gavi meiddist í landsleik með Spáni í nóvember á síðasta ári og því voru liðnir 11 mánuðir síðan hann spilaði síðast.

Miðjumaðurinn öflugi kom inn á fyrir vin sinn Pedri sem bar fyrirliðabandið í leiknum og lét hann Gavi fá það. Var hann því fyrirliði Barcelona í fyrsta sinn á ferlinum í endurkomunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert