Arsenal rétt svo marði Shakhtar

Gabriel Jesus kemur boltanum fyrir.
Gabriel Jesus kemur boltanum fyrir. AFP/Glyn Kirk

Arsenal hafði betur gegn Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, 1:0, í þriðju umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla á Emirates-vellinum í Lundúnum í kvöld. 

Sigurmarkið var sjálfsmark Dmytro Riznyk markvarðar Shakhtar. Arsenal er með sjö stig eftir þrjá leiki í fimmta sæti og Shakhtar með eitt stig í 29. sæti.

Arsenal-liðið var mun meira með boltann og á 29. mínútu átti Gabriel Martinelli skot sem fór í stöngina. Þaðan barst boltinn í bakið á Riznyk og í netið, 1:0. 

Arsenal fékk síðan vítaspyrnu þegar að 15 mínútur voru eftir af leiknum. Þá fékk Valeriy Bodar varnarmaður Shakhtar boltann í höndina og eftir athugun í VAR-sjánni var víti dæmt. 

Á punktinn steig Leandro Trossard. Hann skaut á mitt markið en Riznyk varði frá honum með fótunum.  

David Raya bjargaði vel á síðustu mínútum leiksins eftir góðar sóknir frá Shakhtar-liðinu. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Arsenal 1:0 Shakhtar Donetsk opna loka
90. mín. Pedrinho (Shakhtar Donetsk) á skot sem er varið +2 Lúmskt skot sem Raya þarf að hafa sig allan við að verja.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert