Áfall fyrir Albert Guðmundsson

Albert Guðmundsson er meiddur og verður frá í að minnsta …
Albert Guðmundsson er meiddur og verður frá í að minnsta kosti mánuð. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson, sóknarmaður Fiorentina á Ítalíu, getur ekki tekið þátt í næsta verkefni með íslenska A-landsliðinu í næsta mánuði vegna vöðvameiðsla sem hann glímir nú við.

Í tilkynningu frá Fiorentina segir að Albert sé að glíma við vöðvameiðsli sem munu halda honum frá keppni í að minnsta kosti mánuð.

Albert meiddist á hægra læri á upphafsmínútum leiks Fiorentina gegn Lecce í ítölsku A-deildinni um síðustu helgi og fór því af velli eftir aðein níu mínútna leik.

Ísland mætir Svartfjallalandi og Wales ytra í B-deild Þjóðadeildar Evrópu um miðjan nóvembermánuð og verður hann því ekki búinn að jafna sig í tæka tíð fyrir þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert