Með mögulegt gjaldþrot hangandi yfir sér

Ásdís Karen Halldórsdóttir er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.
Ásdís Karen Halldórsdóttir er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Ljósmynd/Lilleström

Knattspyrnukonan Ásdís Karen Halldórsdóttir hefur lent í ýmsu á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku en hún gekk til liðs við Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í desember á síðasta ári eftir fjögur tímabil í herbúðum Vals þar sem hún varð þrívegis Íslandsmeistari.

Ásdís Karen, sem er 24 ára gömul, hefur leikið 19 leiki með Lilleström í deildinni á tímabilinu og skorað í þeim þrjú mörk, ásamt því að leggja upp tvö mörk fyrir liðsfélaga sína.

Lilleström er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar með 39 stig en alls hafa fjögur stig verið dregin af liðinu í sumar vegna fjárhagsörðugleika félagsins.

„Ég er nokkuð sátt með þetta allt saman,“ sagði Ásdís Karen í samtali við Morgunblaðið.

Fékk alltaf greidd laun

Eins og áður sagði hefur Lilleström verið í miklum fjárhagsvandræðum á tímabilinu virtist allt stefna í gjaldþrot hjá félaginu.

„Fyrst þegar við heyrum af þessum fjárhagsvandræðum þá erum við kallaðar á stöðufund þar sem er farið yfir þetta. Félagið gerði mjög vel í því að halda okkur leikmönnunum upplýstum en það var smá fjölmiðlafár í kringum þetta hérna í Noregi. Á ákveðnum tímapunkti vissum við ekki hvort við myndum klára tímabilið en svo hefur ræst úr þessu.

Félagið seldi þrjá leikmenn í sumar og það hefur tekist að rétta úr kútnum með hjálp styrktaraðila og fleiri. Þetta var mjög óþægileg staða að vera í en á sama tíma hafði þetta ekki áhrif á gengi liðsins sem er jákvætt. Ég fékk alltaf greidd launin mín á réttum tíma og það var aldrei neitt vesen. Þetta fór aldrei út í það að leikmenn liðsins væru beðnir um að taka á sig launalækkun eða eitthvað slíkt, það hefði aldrei gengið heldur. “

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert