Landsliðsmaður lést 35 ára

Abdelaziz Berrada var á mála hjá París SG um tíma.
Abdelaziz Berrada var á mála hjá París SG um tíma. Ljósmynd/PSG

Knattspyrnumaðurinn Abdelaziz Berrada er látinn, aðeins 35 ára að aldri. Hann lést úr hjartaáfalli í Frakklandi í gær.

Berrada lék með Getafe í efstu deild Spánar og Marseille í efstu deild Frakklands. Þá lék miðjumaðurinn 26 landsleiki fyrir Marokkó og skoraði í þeim fjögur mörk.

Leikmaðurinn fæddist í Frakklandi og var í þrjú tímabil hjá París SG, en lék aðeins með varaliði félagsins.

Hann lék 64 leiki í spænsku 1. deildinni og 33 leiki í þeirri frönsku. Skoraði hann átta mörk á Spáni og tvö í Frakklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert